verk og list

Verk og list

Hreyfimyndagerð

Ég byrjaði í hreyfimyndagerð. Okkur var skipt í þrjá hópa eftir bekkjum ég var með Írisi, Helgu Jónu og Emilíu. við gerðum sögu sem hét birnirnir þrír. Við fengum fyrst tíma til að hugsa um það hvernig sögu við vildum gera. Við máttum semja sögu eða breyta ævintýri. Við ákváðum að breyta ævintýrinu grísirnir þrír yfir í birnirnir þrír. Þegar það var ákveðið fengum við blað með nokkrum reitum og línum fyrir neðan til að skrifa texta. Í staðinn fyrir úlfinn í grísunum þremur gerðum við draug sem hræddi birnina í burtu. Þegar við vorum búin að gera teiknimyndasöguna teiknuðum við persónurnar en þegar þær voru tilbúnar tókum við upp. Þegar við vorum að taka upp þurftum við að færa hægt og hægt persónurnar áfram leggja þær niður á bakrunnin í hverri stellingu og ýta á takkann. Þegar það var búið þurfti að klippa út atriði og laga myndina en þegar hún var tilbúin töluðum við inná hana og fíngerðum síðan alla myndina. Við vorum í hreyfimyndum hjá Bergljótu og var það mjög gaman en ég fékk stundum leið á því.

 

Tónmennt

Ég var í tónmennt hjá Halla eftir hreyfimyndagerð og gerði þar ýmislegt. Fyrst vorum við bara að teikna myndir tvisvar sinnum sungum við einu sinni fengum við bara að gera hvað sem er og svo þurftum við að gera ritgerð í hópum sem þurfti að vera 1-3  blaðsíður. En oft var Halli veikur eða gat ekki komið. Ég var með Birtu og Helgu Jónu að gera ritgerð við gerðum eina blaðsíðu sem var um Eminem. Mér fannst ekkert sérstakt í tónmennt þar sem ég gerði voðalega lítið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband