28.5.2009 | 23:12
Árið
Árið 2008-2009
Allt árið höfum við lært margt skemmtilegt t.d. Snorra sögu, Egil Skallagrímsson, Benjamín dúfu, ýmislegt um hvali, hollustu og heilbrigði tímarit, landafræði o.fl. af þessu fannst mér skemmtilegast að læra um hvalina og fara í hvalaskoðun af því að ég vissi lítið og fékk að læra svo mikið áhugavert.
Á þessu ári hef ég gert margt en mér fannst aldrei eitthvað eitt sérstaklega leiðinlegt en ef ég þyrfti að velja væri það sundið eða stærðfræðin af því að ég hef ekki mikinn áhuga á að synda í skólasundi. Og svo finnst mér margt annað skemmtilegra en stærðfræði, mér finnst líka svo leiðinlegt við stærðfræðina að þurfa að læra í hálftíma á dag.
Þetta var skemmtilegt skólaár og ég vona að næsta verði það líka.
Dagga.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Dagga mín !
Skemmtu þér nú vel í laikhúsinu í kvöld og vona að næsti vetur verði eins skemmtilegur og þessi hjá þér. Knús
Bjögga (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.