LANDAFRÆÐI

Landafræði

Í landafræði höfum við verið að læra um Evrópu. Við fengum lesbók og vinnuhefti sem við svöruðum spurningum úr. Þegar við lukum við heftið áttum við að velja okkur tvö lönd úr Evrópu. Við áttum að gera power point um eitt landið og photo story um hitt landið.

 

Ég byrjaði á að gera power point glærur um Albaníu. Fyrst fékk ég hefti með upplýsingum um Albaníu og blað sem var skipt í sirka 16 dálka. Ég strikaði undir það sem mér fannst skipta miklu máli og skrifaði síðan í hvern dálk það sem átti að vera á power point glærunum. Þegar ég var búin að því fór ég í tölvur og bjó til glærurnar. Þegar þær voru tilbúnar skreytti ég þær með myndum. Síðan bjó ég til kynningu og kynnti fyrir bekkinn.

Glærurnar um power point:

 


Í seinna verkefninu gerði ég photo story um Holland. Við unnum verkefnið svipað og þegar við gerðum power point. Við fengum aftur blað með sirka sextán dálkum og áttum að skrifa einn dálk fyrir hverja glæru. Við fórum síðan í tölvur og gerðum myndbandið. Sumir settu myndir og gerðu kynningu við en aðrir gerðu myndir og texta til skiptis. Ég gerði myndir og texta til skiptis. Síðan setti ég tíma á myndirnar og setti tónlist inná myndbandið.
 
Heimanám 
Við gerðum heimanám sem var að gera bók. Verkefninu var skipt í hluta. Fyrst áttum við að taka fréttir af mbl eða úr blaðinu. Við áttum að endursegja hana og líma á blað eða skrifa í tölvu. í næsta verkefni áttum við að fara inn á danska veðurfréttasíðu og finn á henni veður frá nokkrum löndum í Evrópu fjóra daga í röð. Í næsta verkefni áttum við að velja okkur fjögur tungumál og skrifa hvernig maður segir góðan daginn, tölurnar frá 1 - 10 , takk fyrir mig og ég heiti á þessum tungumálum. Í fjórða verkefninu áttum við að skipta blaði í fjóra dálka velja fjögur lönd og myndskreyta hvert þeirra í einum dálk. í seinasta verkefninu áttum við að skrifa um þrjár frægar persónur frá sitt hvorum löndunum í Evrópu. Mér fannst heimavinnan skemmtilegust í landafræðinni.
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband