Færsluflokkur: Menntun og skóli
16.12.2009 | 16:07
samfelagsfræði
Samfélagsfræði
Í samfélagsfræði hef verið að læra um tímabilið 870-1490. Við lærðum um biskupa, kristintökuna, þegar landnám Íslands hófst, plágurnar, píningsdóminn, þegar Ísland fór undir Danakonung o.m.fl.
Biskupar
- Fyrsti biskupinn hét Ísleifur Gissurarson og var það árið 1056. Hann var biskup í Skálholti
- Annar biskupinn var Jón Ögmundsson og var það árið 1106.Hann var biskup á hólum.
- Þriðji biskupinn var Þorlákur helgi Þórhallsson árið 1178. Hann var biskup í Skálholti.
- Fjórði biskupinn var Guðmundur góði Arason árið1203. Hann var biskup á hólum.
Ártölin
870= Landnám Íslands
930= Alþingi stofnað
***= Egill Skallagrímsson- Egla
***= Gunnar á Hlíðarenda- Njála
1000= Kristintakan
1056= Ísleifur Gissurarson (Skálholtsbiskup)
1067= Ari fróði (Íslendingabók)
1106= Jón Ögmundsson (Hólabiskup)
1112-1133= Þingeyrarklaustur stofnað- starfsemi klaustra
1133-1193= Þorlákur helgi (Skálholtsbiskup)
1179-1241= Snorri Sturluson
1203= Guðmundur góði (Hólabiskup)
1220-1262= Sturlungaöldin
1262-1264= Gamli sáttmálinn
1330= Fiskiafurðir helsta útflutningsvara Íslendinga
1350...= Rímur og danskvæði
1380= Ísland undir vald Danakonungs
1387= Flateyjarbók
1402-1404= Plágan fyrri
1468= Þjóðverjar sigla til Íslands
1490= Píningsdómur
1494-1495= Plágan síðari
Hvað gerði ég?
Það sem við gerðum í samfélagsfræði var margt. Fyrst gerðum við hugarkort svo gerðum við texta um landnám Íslands , myndir sem sýndu hverjir þrír voru fyrstir til að finna Ísland á sitthvorum tímanum og hvað þeir skírðu landið, texta um stofnun alþingis, spurningar um kristintökuna, flokkuðum orð um heiðni og kristni, texta um menningu, litla myndasögu í bókina frá miðöldum og á endanum tímás þar sem við límdum saman þrjú blöð og skrifuðum tímás á þau. En að lokum var dregið eitt ártal á hvern og einn og hann fékk blað sem var brotið saman og skrifa öðru megin ártalið og hinu meginvar teiknað mynd sem tengdist því. Á endanum hengdum við öll blöðin upp þannig að út kom tímaás.
Hvernig fannst mér?
Það var gaman að læra um þessi ártöl en skemmtilegast að teikna myndina á tímaásinn.
28.5.2009 | 23:12
Árið
Árið 2008-2009
Allt árið höfum við lært margt skemmtilegt t.d. Snorra sögu, Egil Skallagrímsson, Benjamín dúfu, ýmislegt um hvali, hollustu og heilbrigði tímarit, landafræði o.fl. af þessu fannst mér skemmtilegast að læra um hvalina og fara í hvalaskoðun af því að ég vissi lítið og fékk að læra svo mikið áhugavert.
Á þessu ári hef ég gert margt en mér fannst aldrei eitthvað eitt sérstaklega leiðinlegt en ef ég þyrfti að velja væri það sundið eða stærðfræðin af því að ég hef ekki mikinn áhuga á að synda í skólasundi. Og svo finnst mér margt annað skemmtilegra en stærðfræði, mér finnst líka svo leiðinlegt við stærðfræðina að þurfa að læra í hálftíma á dag.
Þetta var skemmtilegt skólaár og ég vona að næsta verði það líka.
Dagga.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 12:23
Val 5 og 6.bekkur
Undarfarna daga höfum við í 6.bekk verið í vali með 5.bekk. Mér fannst það oftast skemmtilegt en stundum gat það verið leiðinlegt. Mér fannst samt allra skemmtilegast að vera í valinu þegar það var úti af því að það er svo gamn að vera úti og fá útrás. En þegar við vorum í valinu úti fannst mér skemmtilegast í fótbolta.
þegar við vorum í valinu lærðum við um Pýramída, Tónlist, Martin Luther King, Gandhi, David Attenborough og Kína. Af þessu fannst mér skemmtilegast að læra um tónlist hjá Elín Rósu.
Kv.Dagga
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 22:26
Heimsálfurnar 5, 6 og 7. bekkur
Öllu miðstigi var skipt í 5 hópa. Í þessum hópum vorum við að læra um 5 af 7 heimsálfum þær voru S-Ameríka, Afríka, Eyja-álfa(Ástralía), N-Ameríka og Asía. Minn hópur byrjaði í S-Ameríku og endaði í Asíu. Ein álfa var einn dagur. En var ég veik þegar ég átti að vera í N-Ameríku og Asíu. En reyndar ég var líka bara hálfan daginn í S-Ameríku af því að ég varð veik. Það sem ég gerði í þessum 3 hópum sem ég mætti í
1: Lærði Suður-Amerískan dans og gerði vinabönd.
2: Teiknaði og málaði skuggamynd og lærði Afrískan.
3: Gerði boomerang og málaði punktamynd.
Mér fannst þessar álfur mjög skemmtilegar og það var gaman að læra hlutina á annan hátt.
KV.dagga
25.5.2009 | 19:53
Power-point
Við í 6.bekk áttum að gera movie maker eða power point um eitt af norðurlöndunum, þeir sem voru fljótir að klára máttu gera bæði movie maker og power-point. Ég gerði 13 power-point glærur um Svíþjóð og það gekk mjög vel. Fyrst fengum við uppkastablað með nokkrum kössum í þessa kassa áttum við að gera uppkast af power-pointinu eða movie makerinu. Þegar við vorum búin með uppkastið fórum við í tölvur til að skrifa niður verkefnið. Ég þurfti að senda verkefnið heim til að klára það. Þegar ég var búin með verkefnið mitt átti ég að setja það inn á www.slideshare.com. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni vegna þess að ég lærði mikið meira um Svíþjóð en ég vissi og það var líka gaman að vinna þetta verkefni í power point.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 13:02
Snorra leikrit
Við gerðum leikrit um Snorra Sturluson við vorum allur árgangurinn ég lék sendiboða frá Noregi.Við sýndum leikritið fyrst fyrir 1-3 bekk síðan fyrir foreldra og á endanum fyrir 4,5 og 7.bekk. leikritið tók um það bil hálftíma. Ég sem sendiboði átti að færa Snorra Sturlusyni skilaboð um dauða Sighvats bróður hans, en dóu líka 4 synir hans. Við sýndum og æfðum leikritið niðri í sal. þegar við lásum handritið var okkur skipt í þrjá hópa. mér fannst þetta virkilega skemmtilegt leikrit og gaman að vinna það.
kv.Dagga
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 11:19
Það mælti mín móðir
Bekkurinn minn átti að búa til movie maker um ljóðið vað mælti mín móðir sem Egill Skallagrímsson orti. Egill orti ljóðið Það mælti mín móðir Þegar hann var á aldrinum 7 vetra. Við áttum að læra þetta ljóð utan af og búa síðan til movie maker með myndum sem passa við ljóðið. Við notuðum autacity til að taka upp ljóðið. Ég notaði www.flickr.com og www.goolgle.is til að finna myndir.
4.11.2008 | 14:21
HVALIR
Bekkurinn minn var að vinna með hvali. Við áttum að gera hvalaritgerð. Mín ritgerð fjallaði um hrefnu. Ég leitaði fyrst af heimildum ég leitaði í bókum, heftum og inni á ýmislegum síðum. Síðan skrifaði ég uppköst af ritgerðinni og skrifaði hana í tölvu. Og þegar ég var búin af því öllu fann ég myndir inni á www.google.is og setti inn á ritgerðina.Í þessari ritgerð lærði ég heilan helling um hrefnuna. Ég lærði hvernig hún lifir, á hverju hún lifir, hvar hún lifir og margt fleira. Ég lenti stundum í erfiðleikum með það að finna heimildir en það reddaðist allt og ekkert var of erfitt. Ég setti ritgerðina inn á www.box.net og það heppnaðist mjög vel.
smelltu hér til að skoða ritgerðina mína