Enska

Enska
 
Í ensku höfum við verið að læra um Önnu Frank í ensku. Við hlustuðum á dagbókina hennar í kasettu. Við skrifuðum texta um hana í stílabókina okkar. Þegar við vorum búin að gera textan gerðum við photo story myndband um ævi hennar. Við byrjuðum á því að finna myndir sem pössuðu við textan. Síðan settum við tíma á myndirnar og lásum inn á myndbandið.
 
 
Anna Frank var gyðingur. Hún var fædd 12. Júní 1942. Anna Frank bjó í þýskalandi en flutti síðar með fjölskyldu sinni til Hollands á seinni heimstyrjöldinni. Faðir Önnu átti að vera sendur í gasklefa og þurfti því fjölskyldan að fara í felur. Anna Frank átti dagbók sem hún skrifaði í þegar þau voru í felum. Fjölskyldan var síðar fundin og var hún þá send í útrýmingarbúðir. Öll fjölskyldan lést í útrýmingarbúðunum nema faðir Önnu. Voru nokkrir sem höfðu hjálpað þeim þegar þau voru í felum. Miep var ein þeirra sem hjálpaði þeim en fann hún dagbók Önnu Frank og lét faðir hennar fá hana. Faðir Önnu lét síðar gefa út dagbókina en er hún nú fræg um allan heim.
 
 
Mér fannst sagan um Önnu Frank mjög áhugaverð. Það var gaman að læra um hana og bætti ég orðaforða minn frekar mikið. Mér fannst skemmtilegast að finna myndirnar og setja þær inn á photo story myndbandið. Mér fannst eiginlega leiðinlegast að tala inn á myndbandið að því að röddin var alltaf mis há og röddin hljómaði svo skrýnginlega. Ég vissi ekkert um Önnu Frank fyrir þannig að allt sem ég lærði var nýtt fyrir mér. 
 
 

Anna Frank - Enska

 Myndband

Hérna er myndbandið með Önnu Frank:

 

 

 

 

 


tyrkjarán

 Tyrkjarán-leikrit

Mér fannst mjög gott að við slepptum að skrifa í bók og myndskreyta heldur gerðum leikrit sem var alveg ágætt. Mér finnst við læra frekar mikið með því að gera leikrit en samt örugglega jafn mikið og hægt er að læra. Gallinn var að við vorum að gera atriðin aftur og aftur og gat maður orðið þreyttur á því. Það var líka svo misgóðir leikarar.


Gæluverkefni

 Gæluverkefni

 Við áttum að gera gæluverkefni heima og áttum við að velja hvað sem er til að skrifa um. Ég valdi að gera um hunda, ketti og hesta í samfeldu máli en átti aðeins að velja sér eitthvað eitt. Við höfðum 4 vikur til að gera verkefnið en fyrsta vikan var aðallega til að hugsa og ræða við foreldra um hvað maður vildi gera. Þegar við vorum búin með verkefnið áttum við að gera kynningu. Mér finnst ekki gaman að fá að ráða alveg um hvað maður vill gera því þá veit maður veit ekki um hvað maður getur skrifað. Mér finnst verra að gera áætlun af þvi að ég er vön að læra kannski ekkert fyrstu dagana og svo helling næstu daga. Mér finnst stundum gott að hafa löng verkefni því það er svo leiðinlegt að vera alltaf að skipta um verkefni. Ég var ánægð með allt sem ég gerði í gæluverkefninu en var kynningin svo löng og erfitt að stytta textan.


Danska

Danska

Við vorum í dönsku hjá Helgu kennara. Við vorum að læra úr þremur bókum þær eru klar parat a,b og c bók. Við höfum líka verið að vinna í nokkrum hópverkefnum þau eru matseðill, fjölskylda með persónulýsingum og spil. Við lærðum margt t.d. tölurnar, litina, persónulýsingar og margt fleira. Við lásum tvö hefti sem hétu en tur i zoo og i tivoli. Við glósuðum orð úr heftunum og svöruðum 15 spurningum úr hvoru. Mér fannst allt skemmtilegt en skemmtilegast var að gera hópverkefnin.


Stærfræði

 Stærfræði 

Hringekja 

Við höfum undanfarna daga verið í stærfræði hringekju fyrstu 2 tímana á föstudögum. Það var bara 7.bekkur þar sem hver og einn bekkur rúllaði á milli stofa. Við gerðum allskonar verkefni, mynstur, ljóð, þrautir og fleira. Mér fannst sum verkefnin leiðinleg og sum skemmtileg. Mér fannst leiðinlegt að við þurftum að rúlla á milli stofa. Mér fannst fínt að gera einstaka sinnum önnur verkefni en að gera alltaf það sama.Mér fannst oftast skemmtilegast hjá Önnu þar sem við gerðum alltaf mynstur og eitthvað stærðfræði föndur en það var frekar leiðinlegt að gera ljóð.Við gerðum erfiðustu verkefnin hjá Helgu þar sem hún er svo góð í stærðfræði. Við lærðum t.d. metrakerfið, þrautir, margföldunatöfluna, ferhyrninga af ýmsu tagi og margt annað.Við vorum oftast í tölvum hjá Auði inn á nams.is. Við gerðum líka ýmis dæmi sem voru stundum frekar erfið, við æfðum okkur t.d. í hugarreikningi og lærðum að reikna á talnalínu.


Náttúrufræði

Náttúrufræði
 
Við höfum verið að læra í náttúrufræði. Allra fyrst vorum við að læra um plönturog eðlisfræði, síðan um mannslíkamann og að lokum um fugla.
 
 Þegar við vorum að vinna um plöntur týndum við plöntur úti. Við fengum upplýsingar úr plöntubók og skrifuðum um plönturnar í vinnubókina.
 
Í eðlisfræði vorum við með bókina auðvitað. Við gerðum tilraunir og skrifuðum þær í vinnubókina.
 
Í líffræði vorum við að læra úr bók sem heitir mannslíkaminn. Við lærðum um ýmislegt t.d. bein, blóð, húð, æðar, fíkniefni og fleira. Við gerðum allskonar krossgátur og teiknuðum ýmiskonar myndir.
 
Þegar við lærðum um fugla gerðum við power point glærur. Við lærðum margt og mikið t.d. að fuglar skiptast í 6 flokka og nöfnin á fuglunum.
 
Mér fannst lang skemmtilegast að gera power point glærur um fugla. Ástæðan var sú að það var gaman að gera glærur og fróðleiksríkt að læra um þá.
 
Mér fannst leiðinlegast í eðlisfræði. Mér fannst allveg gaman en skildi ekki mikið í bókinni.
 
Hér eru glærurnar um fugla:



íslenska/samfélagsfr.

Íslenska/samfélagsfræði
 
Við vorum að læra um Hallgrím Pétursson við áttum að finna upplýsingar inn á rúv og wikipedia og setja yfir á word. Þegar að við vorum búin að því áttum við að gera power point glærur. Það sem ég lærði var allt um ævi Hallgríms en lærði ég ekkert meira þegar ég var að gera verkefnið. Mér fannst ekkert erfitt nema það að sum orð inn á rúv skildi ég ekki. Hallgrímur Pétursson er frægur fyrir að vera eitt mesta ljóðskáld á 17 og 18.öld. Eitt það frægasta sem hann hefur samið eru passíusálmarnir og heilræðavísur. Hallgrímur var að læra til prests í Frúarskóla en tók hann ekki lokaprófið þar sem hann fann ástina í lífi sínu. Hann fyrst vígður til prests á Hvalsnesi og síðan á Saurbæ sem var hærra sett starf. Hallgrímur lést úr holdsveiki þegar hann bjó á Ferstiklu.
 
Glærurnar
 


LANDAFRÆÐI

Landafræði

Í landafræði höfum við verið að læra um Evrópu. Við fengum lesbók og vinnuhefti sem við svöruðum spurningum úr. Þegar við lukum við heftið áttum við að velja okkur tvö lönd úr Evrópu. Við áttum að gera power point um eitt landið og photo story um hitt landið.

 

Ég byrjaði á að gera power point glærur um Albaníu. Fyrst fékk ég hefti með upplýsingum um Albaníu og blað sem var skipt í sirka 16 dálka. Ég strikaði undir það sem mér fannst skipta miklu máli og skrifaði síðan í hvern dálk það sem átti að vera á power point glærunum. Þegar ég var búin að því fór ég í tölvur og bjó til glærurnar. Þegar þær voru tilbúnar skreytti ég þær með myndum. Síðan bjó ég til kynningu og kynnti fyrir bekkinn.

Glærurnar um power point:

 


Í seinna verkefninu gerði ég photo story um Holland. Við unnum verkefnið svipað og þegar við gerðum power point. Við fengum aftur blað með sirka sextán dálkum og áttum að skrifa einn dálk fyrir hverja glæru. Við fórum síðan í tölvur og gerðum myndbandið. Sumir settu myndir og gerðu kynningu við en aðrir gerðu myndir og texta til skiptis. Ég gerði myndir og texta til skiptis. Síðan setti ég tíma á myndirnar og setti tónlist inná myndbandið.
 
Heimanám 
Við gerðum heimanám sem var að gera bók. Verkefninu var skipt í hluta. Fyrst áttum við að taka fréttir af mbl eða úr blaðinu. Við áttum að endursegja hana og líma á blað eða skrifa í tölvu. í næsta verkefni áttum við að fara inn á danska veðurfréttasíðu og finn á henni veður frá nokkrum löndum í Evrópu fjóra daga í röð. Í næsta verkefni áttum við að velja okkur fjögur tungumál og skrifa hvernig maður segir góðan daginn, tölurnar frá 1 - 10 , takk fyrir mig og ég heiti á þessum tungumálum. Í fjórða verkefninu áttum við að skipta blaði í fjóra dálka velja fjögur lönd og myndskreyta hvert þeirra í einum dálk. í seinasta verkefninu áttum við að skrifa um þrjár frægar persónur frá sitt hvorum löndunum í Evrópu. Mér fannst heimavinnan skemmtilegust í landafræðinni.
 
 
 
 

verk og list

Verk og list

Hreyfimyndagerð

Ég byrjaði í hreyfimyndagerð. Okkur var skipt í þrjá hópa eftir bekkjum ég var með Írisi, Helgu Jónu og Emilíu. við gerðum sögu sem hét birnirnir þrír. Við fengum fyrst tíma til að hugsa um það hvernig sögu við vildum gera. Við máttum semja sögu eða breyta ævintýri. Við ákváðum að breyta ævintýrinu grísirnir þrír yfir í birnirnir þrír. Þegar það var ákveðið fengum við blað með nokkrum reitum og línum fyrir neðan til að skrifa texta. Í staðinn fyrir úlfinn í grísunum þremur gerðum við draug sem hræddi birnina í burtu. Þegar við vorum búin að gera teiknimyndasöguna teiknuðum við persónurnar en þegar þær voru tilbúnar tókum við upp. Þegar við vorum að taka upp þurftum við að færa hægt og hægt persónurnar áfram leggja þær niður á bakrunnin í hverri stellingu og ýta á takkann. Þegar það var búið þurfti að klippa út atriði og laga myndina en þegar hún var tilbúin töluðum við inná hana og fíngerðum síðan alla myndina. Við vorum í hreyfimyndum hjá Bergljótu og var það mjög gaman en ég fékk stundum leið á því.

 

Tónmennt

Ég var í tónmennt hjá Halla eftir hreyfimyndagerð og gerði þar ýmislegt. Fyrst vorum við bara að teikna myndir tvisvar sinnum sungum við einu sinni fengum við bara að gera hvað sem er og svo þurftum við að gera ritgerð í hópum sem þurfti að vera 1-3  blaðsíður. En oft var Halli veikur eða gat ekki komið. Ég var með Birtu og Helgu Jónu að gera ritgerð við gerðum eina blaðsíðu sem var um Eminem. Mér fannst ekkert sérstakt í tónmennt þar sem ég gerði voðalega lítið.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband